Stjórn Nýju Akademíunnar ehf.

Stjórn og starfssvið hennar

Stjórn Nýju Akademíunnar ehf., kt. 541113-2150 skipa:

·         Wilhelm Valberg Steindórsson, stjórnarformaður,

·         Bryndís Íris Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, skólameistari og meðstjórnandi,

·         Stefán Mekkinósson, varamaður og fulltrúi nemenda,

·         Árni Sigurður Snæbjörnsson hjá Ernst og Young ehf., endurskoðandi félagsins,

·         Stefán Eiríkur Stefánsson, náms- og starfsráðgjafi.

 

Stjórnin fer með málefni skólans og skal sjá um að skipulag og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi sbr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Stjórn skólans er jafnframt gæðaráð skólans. Stjórnin fundar reglulega um einstök málefni skólans og vill með því tryggja að stjórnun og stjórnunarákvarðanir verði markvissar og gegnsæjar.

Stjórn skólans ræður skólameistara, hann ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfi skólans. Hann gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Skólameistari er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og starfsáætlunar og mun skólaráð,  skipað af stjórninni, fjalla um skólanámskrá og árlega starfsáætlun skólans.

Skólaráð staðfestir gildistöku þeirra þegar ljóst er að þær hafa verið unnar í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, skólastefnu, kjarasamninga og ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins um fyrirkomulag skólahalds.

Skólameistari ber jafnframt ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar, hefur frumkvæðið að vinnu við skólanámskrá og umbótastarfi innan skólans. Stjórnin samþykkir starfsáætlun skólans og fjárhagsáætlanir.


Viðurkenning frá ráðuneytinu

Nýja Akademían er eignarhaldsfélag og sjálfseignarstofnun og hefur fengið viðurkenningu til eins árs, frá hæstvirtum mennta- og menningarmálaráðherra, sem einkaskóli. Viðurkenningar a einkaskólum eru alltaf veittar í eitt ár, fyrsta árið, en síðan á þriggja ára fresti. 

Í viðurkenningunni felst staðfesting á því, að Nýja Akademían uppfylli almenn skilyrði gildandi laga og reglna, á þeim tíma sem viðurkenningin er veitt. Skólinn hefur sjálfdæmi um starfsemi sína að öðru leyti en því sem kveðið er á um í lögum, reglum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum, sem sett kunna að verða á grundvelli laganna.


Last modified: Thursday, 6 October 2016, 3:07 PM