Starfsaðstaða og aðbúnaður Nýju Akademíunnar

Höfuðstöðvar og skrifstofa Nýju Akademíunnar er að Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ.

Skólinn verður dreifnámsskóli og gerir því umtalsvert minni kröfur um stærð skólahúsrýmis en hefðbundnir skólar. Nemendur þurfa hins vegar að mæta í skrifleg próf og er áætlað að aðstaðan í Þverholti 2, uppfylli þá aðstöðukröfu fullkomlega. Dreifnám er nám utan dagskóla sem sameinar kosti fjar- og kvöldnáms. Í dreifnámi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi, að öllu leyti í staðbundnu námi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðbundum lotum.

Í Þverholti 2 verður sérinnréttað hljóðherbergi fyrir upptökur á námsefni. Allur aðbúnaður fyrir stjórnendur og kennara verður til fyrirmyndar. Stuðst verður við Moodle í kennslu og verður allur tölvubúnaður af fullkomnustu gerð.

Síminn (Skipti hf.) annast símaþjónustu Nýju Akademíunnar.  EFaktor í Noregi annast hýsingu á heimasíðu skólans en Bryndís Íris Stefánsdóttir sér um uppbyggingu, hönnun og viðhald síðunnar. Slóð heimasíðu er www.nak.is.  Símanúmer skólans er 555 77 99.
Last modified: Wednesday, 5 October 2016, 4:27 PM