Framhaldsskólabraut / U-braut.

Nýja Akademían býður nemendum upp á undirstöðubraut, skammstöfuð U-braut. Hér er um að ræða 90 fein framhaldsskólabraut sem kennir almennar bóknámsgreinar. Brautin er hugsuð fyrir nemendur sem ekki huga að stúdentsprófi. Brautin er jafnframt hugsuð fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á O-braut.


Lýsing/hæfniþrep

Á U-braut er lögð áhersla á kjarnagreinar. Námið er skilgreint sem bóknám á öðru hæfniþrepi, sem merkir að námið felur í sér almenna menntun, þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemenda og lýðræðislega virkni, þar sem nemandi getur skipulagt og forgangsraðað störfum sínum. Námið gefur ekki mikla sérhæfingu og störfin á vinnumarkaðinum þarf að vinna undir stjórn eða eftirliti annarra. Áfangar brautarinnar dreifast nokkuð jafnt á fyrsta og annað hæfniþrep. Námsbrautir með námslok á öðru hæfniþrepi fela í sér, að hámark 50% námsins skuli vera skilgreint á fyrsta hæfniþrepi og hámark 10% námsins skilgreint á þriðja  þrepi. Á U-braut verður leitast við að uppfylla þessi ákvæði um flokkun og þrepaskiptingu námsins.  U.þ.b. helmingur af áföngum brautarinnar eru á fyrsta hæfniþrepi. Nemendur geta síðan valið hvern þann námsáfanga sem Nýja Akademían býður uppá, til að fylla uppí tilskilinn einingarfjölda og þannig útskrifast með framhaldsskólapróf. Einu skilyrðin sem þarf að uppfylla eru reglur skólans um fjölda eininga á hverju þrepi þ.e. hámark 45 fein á fyrsta þrepi og hámark 10 fein á þriðja þrepi.


Last modified: Saturday, 15 October 2016, 4:22 PM