Inntökuskilyrði fyrir U-braut

Inntökuskilyrði fyrir U-braut eru að jafnaði grunnskólapróf þ.e.a.s. að nemendur hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Brautin er opin nemendum sem ekki hafa náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla.

Nemandi sem ekki hefur lokið tilskildum árangri í kjarnagrein/um í grunnskóla, á þess kost að innritast á brautina að því tilskildu að hann uppfylli undanþágureglur skólans.

Á brautinni eru grunnáfangar í kjarnagreinum fyrir þá nemendur, sem ekki hafa staðist tilsettar lágmarkskröfur úr grunnskóla þ.e. með einkunn undir 5,0 í kjarnafagi/fögum.

Æskilegt er að nemendur með einkunn 5,0 – 6,0 í kjarnafagi sæki hægferðaráfanga í kjarnafögum. Sækja þarf um það sérstaklega, óski nemandi á U-braut eftir að taka kjarnafag (ensku, íslensku og stærðfræði) í hraðferð.

Mat skólameistara ræður því hvort nemandi, sem ekki uppfyllir skilyrði til innritunar fær að hefja nám á viðkomandi námsbraut, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1150/2008 um innritun nemenda í framhaldsskóla.


Last modified: Saturday, 15 October 2016, 5:07 PM