Áfangar framhaldsskólabrautar

Brautin er 90 fein og er áætlað að nemendur ljúki henni á tveimur árum. Nemendur geta stytt þennan tíma, vegna þess að sérstaða Nýju Akademíunnar gefur nemendum kost á að stunda nám sitt allan ársins hring. Námið er á framhaldsskólastigi og skilgreint í fein, sem skilar nemendum með hæfni á öðru þrepi. Skylduáfangar eru 55 fein. Áfangarnir skiptast nokkuð jafnt á milli fyrsta og annars þreps, með kjarnafögin á fyrsta og öðru þrepi. Kjarnafögin eru að mestu leyti hægferðaráfangar á fyrsta þrepi. Nemendur geta skipt út hægferðaráföngum í sambærilega hraðferðaráfanga. Til þess þarf samþykki skólastjórnenda.

Nemandi sem ekki hefur lokið tilskyldum árangri í kjarnagrein/um í grunnskóla, á þess kost að innritast á brautina að því tilskyldu að hann uppfylli undanþágureglur skólans og taki í upphafi náms grunnáfanga í kjarnafögunum ensku, íslensku eða stærðfræði, allt eftir því sem við á. Jafnframt er í boði/vali undirbúningsáfangi í dönsku.

Umfang námsins er alfarið í höndum nemenda. Þó svo að brautin sé skilgreind sem 90 fein, er ekkert þak á fjölda áfanga, sem nemendur geta kosið að velja á U-braut. Að þessu leyti hentar brautin mjög breiðum hópi nemenda á öllum aldri.


Uppbygging framhaldsskólabrautar / U-brautar er byggð á eftirfarandi skyldufögum (kjarna):

Íslenska (10 fein)

 • ÍSLE1A05
 • ISLE2A05
 • ISLE1U05 (grunnur / hægferð fyrir nemendur sem ekki hafa lokið kjarnafaginu frá grunnskóla með tilskyldum lágmarksárangri).

Stærðfræði (10 fein)

 • STÆR1A05 
 • STÆR1U05 (grunnur /hægferð fyrir nemendur sem ekki hafa lokið kjarnafaginu frá grunnskóla með tilskyldum lágmarksárangri).
Enska (10 fein)
 • ENSK1A05 
 • ENSK2A05
 • ENSK1U05 (grunnur /hægferð fyrir nemendur sem ekki hafa lokið kjarnafaginu frá grunnskóla með tilskyldum lágmarksárangri).
Vinnumarkaður (5 fein)
 • VINN1A05

Félagsfræði (5 fein)

 • FÉLA1A05

Upplýsingatækni (5 fein)

 • TÖLV1A05

Lífsleikni (5 fein)

 • LÍKN1A05

Íþróttir / Lýðheilsa (5 fein)

 • LÍKA1A02, LÍKA1B02 og LÍKA1C01


Þegar skylduáföngum er lokið geta nemendur valið sér svo til hvað sem er af námsáföngum sem skólinn býður upp á, til að fylla upp í tilskilinn einingarfjölda til að útskrifast þ.e. þeir raða einingunum saman sjálfir. Mat á öðru námi kemur jafnframt til greina. Skilyrðum um reglur varðandi undanfara í áfanga ber að fylgja.

Nemendum ber að hafa í huga að þegar þeir velja sér áfanga, að val á fyrsta þrepi (1) má ekki fara yfir 50% námsins. Nemendur þurfa að takmarka val sitt við 25 fein á öðru þrepi (2) og 10 fein á þriðja þrepi (3). Það er ekki skylda að velja áfanga á þriðja þrepi. Ef nemendur sleppa þriðja þreps áföngum þá takmarkast valið við 35 fein á öðru þrepi.


Markmið skólans og jafnframt brautarinnar er að nemandanum sé boðið upp á menntun sem henti þörfum hvers og eins. Megináherslan er að styrkja almenna þekkingu, leikni og hæfni nemenda með áherslu á hagnýtt nám, sem getur nýst nemanda síðar meir á vinnumarkaði. Ennfremur að undirbúa nemanda undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og áframhaldandi nám.

Það er síðan fjöldi áfanga og val nemandans, sem beinir honum inn á þá leið, sem hann hefur byggt upp forsendur til, ef hann heldur áfram námi. 


Last modified: Saturday, 15 October 2016, 7:04 PM