Hugmyndafræði U-brautar

Algengt er að nemandi óski að hefja nám áður en hann velur sér braut. Nemandi kemur úr grunnskóla, sýnir sitt próf og fær sig viðurkenndan inn í Nýju Akademíuna. Þar með stendur honum til boða ákveðinn fjöldi áfanga. Þetta eru kjarna- og valáfangar af ýmsum gerðum. Nemandi þarf ákveðinn fjölda kjarna- og valáfanga til að ljúka tilteknum brautum. Þetta er ákveðin prósenta af heildarnámi brauta. Að þeim skilyrðum uppfylltum, getur nemandi fært sig upp á næsta skólaþrep, ef hann þess óskar.

Nemendur eru hvattir til að skoða vel áfangasafn sitt og hugleiða strax, að „í upphafi skal endinn skoða“. Nemendum er bent á að margir áfangar Nýju Akademíunnar gera kröfur um góða undirstöðuþekkingu og að því þurfa nemendur að huga, þegar þeir velja sér áfanga hjá Nýju Akademíunni.

U-braut hentar mjög breiðum hópi einstaklinga. Hún hentar t.d. nemanda sem er óákveðinn með þá leið sem hann vill fara. Hún hentar öllum þeim sem áhuga hafa á námi almennt séð. Hún hentar þeim sem vilja flýta fyrir námi sínu. Þetta er námsleið fyrir einstaklinga, sem vilja sækja áfanga að sumri til og þetta er góður kostur fyrir einstaklinga, sem vilja stunda nám með vinnu eða hafa ekki tök á að mæta í skóla á almennum skólatíma. Þetta nám hentar öllum, allt frá afreksfólki í íþróttum til nemenda með fötlun, langaveikra, eða nemenda með sértæka námsörðugleika.

Algengt er að nemendur, sem uppfylla ekki inntökuskilyrði inn á hefðbundnar stúdentsprófsleiðir, lendi í vandræðum með námsval sitt. Hér gefst nemendum kostur á að bæta kunnáttu sína, þar sem ekki hefur náðst lágmarksárangur. Þegar ásættanlegum árangri er náð, getur nemandi innritast á þá braut sem hann kýs, hvort sem það er hjá Nýju Akademíunni eða annarri skólastofnun. 

Hugmyndafræði skólans gengur út á, að bjóða nemendum að stunda nám við hæfi í fjarnámi, sem hefur yfirfærslugildi inn í alla framhaldsskóla landsins.


Last modified: Saturday, 15 October 2016, 4:29 PM