Allar áfangalýsingar eru í samræmi við námskrá Menntamálaráðuneytis fyrir framhaldsskóla.
Hér má finna alla þá stærðfræðiáfangar sem eru í boði á vorönn 2018

Byrjunaráfangi í tölfræði/aðferðafræði

Viðfangsefni áfangans eru veldi og rótarreglur, mengi, rauntalnakerfið, jafna fleygboga, lausnir annars stigs jafna og lausnir ójafna. Í áfanganum er lagður grunnur að skipulögðum vinnubrögðum, röksemdafærslu og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
NAK_Námsáætlun_STÆR2AM05.pdfNAK_Námsáætlun_STÆR2AM05.pdf

Titill: Mengi, veldi, færslur og algildi, ójöfnur, jöfnur, fleygbogar, föll og margliður.

Inntökuskilyrði/undanfarar: Grunnskólapróf. Lágmarkseinkunn 6,0. Áfanginn er undanfari STÆR2B05.

Staða áfangans: Áfanginn er skylduáfangi í stærðfræði fyrir nemendur á O-braut. Nemendur á O-braut sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í stærðfræði á O-braut (6,0 í einkunn) geta tekið hægferðaráfangana 1A05 og 1B05 sem jafngilda STÆR2A05.

Áfangalýsing, lykilhugtök og lærdómsviðmið áfangans: Viðfangsefni áfangans er mengjareikningur, ójöfnur, færslur og algildi, lausnir annars stigs jafna, fleygbogar, föll og margliður. Í áfanganum er lagður grunnur að skipulögðum vinnubrögðum, röksemdafærslu og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.

Titill: Tölfræði og líkindareikningur II.

Inntökuskilyrði/undanfarar: STÆR3T05.

Staða áfangans: Valáfangi.

Áfangalýsing: Fjallað er um línulega aðhvarfsgreiningu, normaldreifingu og aðrar líkindadreifingar, úrtök og tölfræðilegar ályktanir og fylgni. Útreikningar eru í tengslum við normaldreifingu, t-dreifingu og núlltilgátur. Fjallað er um úrtaksdreifingu, öryggisbil og skekkjumörk, Kí-kvaðratprófanir og marktæknimörk, T-próf og Anóva-próf. Gerðir verða fylgniútreikningar ásamt aðhvarfsgreiningum. Tölfræðiforrit verða notuð við útreikninga. Megin markgildissetning tölfræðinnar reifuð.