Um fjarnám Nýju Akademíunnar

Grunnforsendur fyrir þátttöku

 

1. Hafa sitt eigið netfang (ekki hotmail).

2. Hafa Firefox vafra í tölvu eða síma.

3. Hafa stöðugan aðgang að tölvu sem tengd er netinu.

4. Hafa lágmarkskunnáttu í ritvinnslu og tölvunotkun.

5. Hafa nokkra æfingu í að nota netið.

5. Hafa tíma til að stunda námið.

 

Skráning í fjarnám er öllum opin, alla daga

Fjarnám Nýju Akademíunnar stendur öllum til boða. Alltaf er opið fyrir skráningar í fjarnámsáfanga og hægt er að smella á nöfn áfanganna til að skoða áfangalýsingar. Allar áfangalýsingar eru í samræmi við námskrá Menntamálaráðuneytis fyrir framhaldsskóla og hver áfangi helst opinn í 18 vikur frá skráningardegi.

 

Lokapróf eru haldin í hverjum mánuði

Eftir að nemendur hafa skráð sig í áfanga fá þeir skýr fyrirmæli um framhaldið. Þegar nemendur telja sig reiðubúna að þreyta lokapróf, skrá þeir sig í próf hjá prófamiðstöð Nýju Akademíunnar og ber að mæta stundvíslega upp á 5. hæð í Þverholti 2, Mosfellsbæ. Nemandi skal jafnframt framvísa persónuskilríkjum og prófskírteini, sem staðfestir að viðkomandi hafi lokið grunnskóla. Nemendur sem ekki hafa lokið grunnskóla geta sótt um undanþágu. Sendið tölvupóst á nak@nak.is eða hringið í síma 555 77 99. 

Þeir nemendur sem ekki geta mætt í prófamiðstöðina geta sótt um að þreyta prófið í heimabyggð sinni, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Hægt er að fá frekari upplýsingar um fyrirkomulag prófa með því að senda tölvupóst á nak@nak.is

 

Kennslan og kennsluumhverfið

Kennslan fer fram í kennsluumhverfi sem nefnist MOODLE. Moodle er námsumsjónarkerfi (Learning management system LMS) sem kennarar og nemendur Nýju Akademíunnar hafa aðgang að og geta notað sem skólastofu í netheimum.  Nýja Akademían velur að nota Moodle vegna þess að kerfið býður upp á mikinn fjölda hagnýtra kennsluverkfæra s.s. öflugt einkunnabókhald, hugbúnað til prófagerðar og verkefnaskila, umræðuþræði, rauntímaspjall, orðalista, gagnagrunna o.m.fl.

Í Moodle geta nemendur haft samband við kennara og aðra nemendur sem skráðir eru í viðkomandi áfanga. Mikilvægt er að útvega sér kennslubókina sem fyrst, en bókalista má sjá þegar nemandi skráir sig í áfangann.

 

Námsgjöld.

Leitast verður við að halda námskostnaði við Nýju Akademíuna sambærilegum og í hliðstæðu námi. Nemandi sem skráir sig í fjarnám hjá Nýju Akademíunni borgar ekkert umsýslugjald/skráningargjald eins og tíðkast í öðrum framhaldsskólum. Einungis er greitt fyrir áfanga skv. gjaldskrá.

Próftökugjald fyrir áfanga kostar ekkert, ef próf er tekið í prófamiðstöð Nýju Akademíunnar. Óski nemandi eftir því að taka prófið annars staðar t.d. í sendiráði eða í menntastofnun á búsetusvæði sínu, gæti hann þurft að greiða próftökugjald á viðkomandi stað. Gjaldið er ákveðið af ábyrgðarmanni á próftökustað.

Fyrir upptökupróf er greitt sérstaklega.

Ekki er hægt að skipta greiðslum og námsgjöld eru EKKI endurgreidd.

 

Námsmat

Lágmarkseinkunn fyrir lokapróf er 4,5. Þó svo að nemandi nái lágmarkseinkunn í lokaprófi þýðir það ekki að hann hafi staðist áfangann. Vinnueinkunn er nefnilega reiknuð inn í lokaeinkunn og hefur vinnueinkunn mismikið vægi eftir áföngum, eða allt frá 90% og niður í 10%. Léleg vinnueinkunn getur þar af leiðir orðið til þess, að nemandi standist ekki áfanga, jafnvel þó prófseinkunn hans hafi verið hærri en 5.

 

Námsfyrirkomulag

Námið er fyrst og fremst hugsað sem sjálfsnám undir handleiðslu kennara. Það kefst mikils aga og skipulagningar af hálfu nemenda og kennara. Þar sem fjarnám er í raun sjálfsnám og erfitt getur verið að fá svör fá kennurum strax og spurningar vakna,  þá er mikilvægt að lesa allar leiðbeiningar vel og fylgja fyrirmælum. Vakni spurningar sem ekki eru svör við í kennslukerfinu (Moodle) er hægt að senda fyrirspurn til kennara og ber honum að svara innan tveggja sólarhringa.

Hafið í huga að þeir sem eru með hotmail netföng geta ekki treyst því að fá aðgangsorðið sent eða póst frá kennara. Ástæðan er sú að ef sendur er út fjöldapóstur á hotmail netföng lendir pósturinn í ruslahólfi (Junk Mail) og kemst því ekki í hendur eigenda sinna. Þetta veldur töfum og leiðindum og er fólk því vinsamlegast beðið um að útvega sér annað og tryggara netfang.

 

Sérstaða Nýju Akademíunnar

Ekki þarf að bíða fram í desember, maí eða ágúst til að þreyta lokapróf, sem segir nemendum að þeir geta stýrt námsálagi sínu að vild og hraðað eða seinkað námslokum. Nýja Akademían gerir nemendum sínum kleift að hraða námslokum sínum með því að kenna allan ársins hring og bjóða upp á lokapróf í hverjum mánuði. Áfangakerfi (lotukerfi) þetta setur litlar formlegar skorður við því í hvaða röð nemendur taka námsgreinar. Hins vegar er nemendum ráðlagt að í upphafi skuli endinn skoða og endurskoða. Til að hefja nám í áfanga er skylt að hafa lokið ákveðnu námi. Það kallast undanfari. Í áfangalýsingum er jafnan tekið fram í lýsingu hvers áfanga, hver undanfarinn er.

Last modified: Wednesday, 3 February 2021, 8:42 PM