Starfsáætlun Nýju Akademíunnar
Í árlegri starfsáætlun verður gerð grein fyrir starfstíma skólans og mikilvægum dagsetningum. Skólanámskrá og starfsáætlun Nýju Akademíunnar verður sýnileg á heimasíðu skólans. Jafnframt verður skóladagatal birt á heimasíðunni og þar má sjá hvernig kennslu verður háttað yfir árið.
Í starfsáætlun munu eftirfarandi upplýsingar verða birtar:
- stjórnskipulag skólans,
- starfsfólk skólans,
- skóladagatal,
- tilhögun kennslu,
- skólaráð, foreldrafélag, nemendafélag og starfsáætlanir þeirra,
- skólareglur,
- upplýsingar um stoðþjónustu,
- upplýsingar um tómstundastarf og félagslíf,
- rýmisáætlun,
- viðbrögð við vá,
- annað sem varðar starfsemi skólans ár hvert, m.a. hagnýtar upplýsingar um opnunartíma skólans, mötuneyti, bókasafn, forföll og leyfi.
Last modified: Wednesday, 3 February 2021, 6:24 PM