Starfsaðstaða og aðbúnaður Nýju Akademíunnar
Höfuðstöðvar og skrifstofa Nýju Akademíunnar er að Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ.
Skólinn er dreifnámsskóli. Dreifnám er nám utan dagskóla sem sameinar kosti fjar- og kvöldnáms. Í dreifnámi getur áfangi verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi, að öllu leyti í staðbundnu námi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðbundum lotum.
Af þeim sökum gerir skólinn umtalsvert minni kröfur um stærð skólahúsrýmis en hefðbundnir skólar. Nemendur geta hins vegar þurft að mæta í skrifleg próf og er áætlað að aðstaðan í Þverholti 2, uppfylli þá aðstöðukröfu fullkomlega.
Stuðst verður við Moodle í kennslu og allur tölvubúnaður er af fullkomnustu gerð. Síminn og Nova annast net- og símaþjónustu Nýju Akademíunnar og samningur er í gildi við eFaktor í Noregi varðandi hýsingu, uppfærslur og geymslu gagna í Moodle námsumhverfinu.
Bryndís Valberg sér um uppbyggingu, hönnun og viðhald síðunnar. Slóð heimasíðu er www.nak.is og www.nyjaakademian.is Símanúmer skólans er 555 77 99.
Regluleg úttekt á heilbrigðis- og brunamálum í starfsaðstöðu Nýju Akademíunnar að Þverholti 2 í Mosfellsbæ fer fram árlega.