Fein

Nýja Akademían vinnur eftir nýju einingakerfi mennta- og menningarmálaráðuneytis.         

F-eining er stytting fyrir nýja framhaldsskólaeiningu (fein). Skilgreining hennar gengur út á vinnuframlag nemandans sjálfs, en ekki kenndan tímafjölda á viku eins og gamla einingin. Ein fein er miðuð við þriggja daga vinnu nemandans í 6–8 klukkustundir á dag. Inni í þessari mælingu er tímasókn nemandans, heimavinna og prófundirbúningur, þ.e. öll vinna nemandans við áfangann bæði í skóla og heima.

Nýja Akademían skilgreinir fullt ársnám nemenda sem 60 fein og er þá miðað við 184 daga í skólaári. Einingafjöldi áfanga sést í tveimur síðustu tölustöfunum í áfanganúmerinu. Dæmi: STÆ2A05 er fimm fein og DANS2A03 er þrjár fein.

Þar sem að Nýja Akademían verður skóli í netheimum verða nemendur óháðir hefðbundinni stundatöflu. Að þessu leyti gerir dreifnámið/fjarnámið auknar kröfur til nemenda um námsástundun og að taka mið af þeim tíma sem námið krefst hverju sinni.


Last modified: Thursday, 6 October 2016, 3:13 PM