Foreldrasamstarf

Gott samstarf og upplýsingastreymi á milli foreldra og skóla skiptir miklu máli fyrir skólasamfélagið. Skólanámskrá, kynningarfundir, fréttabréf, samskipti með tölvupósti og heimasíða eru dæmi um leiðir sem Nýja Akademían vill fara, í samstarfi sínu við foreldra.

Fyrir þá nemendur sem eru ólögráða, gegnir samstarfið mikilvægu hlutverki. Foreldraráð kemur til með að starfa við skólann  samkvæmt lögum og í því sitja m.a. tveir foreldrar og einn fulltrúi úr nærumhverfi skólans. Skólameistari boðar til stofnfundar þessa samstarfs á hverju hausti og gætir þess að foreldraráðið fylgi hefðbundnum reglum félagsfunda af þessu tagi, þar sem tilgangur, markmið, kosningar, lagasetningar og fundir, auk annars sé virt. Foreldraráð hefur m.a. það hlutverk, að styðja við skólastarfið og vinna að því að skólasamfélagið sé eins og best verður á kosið. Skólameistari óskar eftir því að foreldraráð hafi til umsagnar á hverju skólaári, skólanámskrá og starfsáætlun skólans. Skólinn stendur foreldrum alltaf opinn og er foreldrum alltaf velkomið að kíkja inn og fylgjast með starfinu.

Félagið kemur til með að heita Foreldraráð Nýju Akademíunnar og mun hafa aðsetur í Þverholti 2. Félagið mun setja sér lög og reglur og eru félagsmenn, allir foreldrar og forráðamenn nemenda skólans. Boðað skal til aðalfundar með löglegum fyrirvara eða minnst tveggja vikna fyrirvara og tryggt skal að öllum foreldrum berist boð. Boðað verður til funda með auglýsingu á heimasíðu skólans eða með tölvupósti. Í auglýsingu skal birta dagskrá fundarins. Upplýsingar um foreldrasamstarf mun verða aðgengilegt á heimasíðu skólans.


Last modified: Wednesday, 5 October 2016, 4:54 PM