Þjónusta og ráðgjöf

Bókasafn

Bókasafn Mosfellsbæjar er í húsi Nýju Akademíunnar í Þverholti 2, Mosfellsbæ. Nemendum skólans er heimilt að nýta sér bókasafn Mosfellsbæjar. Bókasafnið er ágætlega búið bókum og nýsigögnum auk annars safnkosts sem tengist kennslugreinum skóla. Allar bækur sem Nýja Akademían bendir nemendum á að nota, verða í sérstökum bás á bókasafninu. Á safninu er góð vinnuaðstaða þar sem nemendur geta unnið að verkefnum og ritgerðum eða nýtt safngögn á annan hátt. Góð aðstaða er til hóp- og tölvuvinnu, hlustunar og ljósritunar. Í tölvum safnsins er unnt að finna hvaða gögn eru til á safninu, skoða geisladiska og leita að heimildum á vefnum. Þar er griðastaður og nemendum er heimilt að nýta lesbása sem eru í netkaffinu sér að kostnaðarlausu og er kaffi og aðrir drykkir þar jafnframt fríir, sbr. netslóðina http://www.bokmos.is.


Ráðgjöf

Skólameistari hefur umsjón með allri greiningar- og ráðgjafarvinnu. Skólameistari kallar til sérfræðinga ef þurfa þykir. Nýja Akademían mun starfa í nánum tengslum við náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafi Nýju Akademíunnar er Stefán Eiríkur Stefánsson. Foreldrar/forráðamenn undirrita beiðnir sem heimila þær athuganir, sem óskað er eftir hverju sinni. Skólameistari geymir öll gögn sem tilheyra hverjum nemanda fyrir sig. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda og veita ráðgjöf um vinnubrögð í námi og námsaðferðum. Einnig veiti náms- og starfsráðgjafi persónulega ráðgjöf og stuðning í vanda eins og deslexíu, námsleiða, kvíða, þunglyndi, vímuefnavanda, langtímaveikindum og fötlun.


Nemendur með sérþarfir

Í aðalnámskrá framhaldsskóla segir: „Nemendur, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með heilsutengdar sérþarfir og nemendur með fötlun, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Nemendur með fötlun skulu stunda nám við hlið annarra nemenda eftir því sem kostur er. Mikilvægt er að veita nemendum með sérþarfir kennslu og þann stuðning sem þeir þurfa á að halda og tök eru á að veita, samanber gildandi reglugerð um nemendur með sérþarfir. Mikilvægt er að skólinn fái aðgang að upplýsingum frá grunnskóla þessara nemenda til þess að geta undirbúið sig betur og brugðist við á viðeigandi hátt

Í reglugerð nr. 230/2012  http://www.menntamalaraduneyti.is/log-og-reglugerdir/ kemur fram að „það er á ábyrgð foreldra að veita skólanum allar upplýsingar um sérþarfir ólögráða barna sinna og þörf þeirra fyrir stuðning í námi.“

Nýja Akademían býður upp á nám í netheimum. Það gerir nemendum með ákveðna líkamlega fötlun kleift að stunda nám sitt á þeim stað sem þeim hentar. Þeir þurfa hins vegar að mæta í skólann til að þreyta próf. Skólinn er í húsnæði, sem hefur fullkomna aðstöðu fyrir nemendur í hjólastól. Öll aðkoma að húsinu er til fyrirmyndar. Það gerir staðsetning heilsugæslunnar og bókasafnið. Stór lyfta er á milli allra hæða.

Nemendur með hvers kyns námsörðugleika, njóta góðs af netkennslu skólans. Framkvæmdin er þannig, að nemendur geta lært á þeim hraða sem heim hentar. Tölvan gerir það að verkum að nemendur geta hlustað endurtekið á námsefnið án takmarkana.

Áform eru um að á næstu árum verðir námsefni aðgengilegt á erlendum málum s.s. ensku.Last modified: Wednesday, 5 October 2016, 5:33 PM