Gjaldskrá Nýju Akademíunnar
Námsgjöld
Nýja Akademían er einkaskóli, sem starfar í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla. Ekki er farið fram á fjárframlög frá ríkissjóði til styrktar áætluðum rekstri.
Námsgjald verður að greiða áður en nám hefst og eru innheimt rafrænt. Áætlað er að námskostnaður við Nýju Akademíuna verði sambærilegur og í hliðstæðu námi. Námsgjöld skiptast í tvennt. Í fyrra lagi umsýslugjald og í öðru lagi kennslugjald.
Áfangagjald/kennslugjald
Greitt verður fyrir hverja námseiningu. Námseiningar teljast vera aftasti stafurinn í númeri áfangans. Áfanginn STÆR2C05 telst fimm einingar. Gjöld fyrir áfanga gilda aðeins fyrir eina lotu og þau verða ekki endurgreidd. Lota hvers áfanga telst vara í u.þ.b. 18 vikur. Að þeim tíma loknum lokast aðgangur nemanda að áfanganum. Fyrir upptökupróf, ef nemandi stenst ekki próf, er greitt sértaklega. Að jafnaði er einungis heimilt að þreyta próf þrisvar sinnum í hverjum áfanga.
Athugið að ekkert umsýslugjald er innheimt. Er það gert til að koma til móts við nemendur á þessum erfiðu tímum.
Verð fyrir hverja námseiningu er 5000 krónur.
Athugið að námseining er aftasti stafurinn í númeri áfangans.
Próftökugjald
Próftökugjald er ekkert fyrir fyrsta próftökurétt í áfanga ef próf er tekið í húsnæði Nýju Akademíunnar. Ef nemandi stenst ekki próf, greiðir hann próftökugjald fyrir upptökupróf.
Óski nemandi eftir að taka prófið annars staðar t.d. í sendiráði eða í menntastofnun á búsetusvæði sínu, gæti hann þurft að greiða próftökugjald á viðkomandi stað. Gjaldið gæti orðið mishátt og ákvarðast af ábyrgðarmanni á próftökustað. Frekari upplýsingar verður unnt að fá með því að senda tölvupóst á postur@nak.is.