Námstími

Nám í nýju kerfi er skipulagt þannig að unnt er að ljúka því á styttri tíma en fyrr. Þetta er m.a. gerlegt vegna þess að í byrjunaráföngum er byrjað „ofar“ en áður, þ.e.a.s. þau atriði sem nemendur hafa þegar lært í grunnskóla eru ekki endurtekin. Nemendum er þó frjálst að stýra námsálagi sínu að vild og hraða eða seinka námslokum.

Sérstaða Nýju Akademíunnar

Nýja Akademían gerir nemendum kleift að hraða námslokum sínum með því að kenna allan ársins hring og bjóða upp á lokapróf í hverjum mánuði. Þetta gerir nemendum jafnframt kleift að taka einn áfanga í einu.

Mælt er með því að nemendur skrái sig í einn áfanga í einu, ljúki honum á þremur vikum og skrái sig síðan í þann næsta. Þannig nást 30 einingar á 18 vikum. Samkvæmt reglum ráðuneytis telst ein fein vera þriggja daga vinna 6 til 8 klst. á dag.

Allir áfangar enda á tölu, sbr. STÆR2A05 sem gefur til kynna væntanlegan einingafjölda. Í nýju kerfi (fein) telst fullt nám á einni önn 30 nýjar einingar og heildarfjöldi eininga til stúdentsprófs 200 fein. Þess ber að geta, að Nýja Akademían sem er í þróun býður ekki upp á fullt nám til stúdentsprófs árið 2018.

Frekari upplýsingar um lengd námsins kemur fram í brautarlýsingum. Allt nám hjá Nýju Akademíunni er skráð í fein. Allar frekari upplýsingar um skipulag námsins má lesa í köflum 8 og 9 í skólanámskrá.

Last modified: Saturday, 6 January 2018, 3:37 PM