Skipulag og lotur

Nám á U-braut er skipulagt sem bóknám. Námið er byggt upp með kjaragreinunum íslensku, stærðfræði og ensku, þar sem nemendur fá kennsluáætlun um skipulag áfangans. Námið er 90 fein, þar af 55 fein í kjarna og 35 fein í vali. 42 einingar í kjarna eru á fyrsta þrepi og 13 einingar í kjarna eru á öðru þrepi. Nemendur hafa gott aðgengi að valgreinum.  Valgreinum er ætlað að mæta þörfum fyrir fjölbreyttara nám á áhugasviðum einstakra nemanda og víkka sjóndeildarhring þeirra. Valgreinum er ætlað að gefa nemendum svigrúm til frekara náms í grein sem þeir gætu haft hug á að stunda.  Nemendum ber að hafa í huga við áfangaval sitt og dreifingu námsins, að einingar á fyrsta þrepi mega ekki vega meira en 50% námsins. Jafnframt geta nemendur skipulagt nám sitt þannig, að þeir taki allt að 10% námsins á þriðja hæfniþrepi. Með því móti hafa nemendur kost á að öðlast meiri sérhæfingu. Skilyrði fyrir vali á þriðja þrepi er þó ekki skylda.

Lögð er áhersla á að bæta undirstöðu nemenda í almennum bóklegum kjarnagreinum. Þeir nemendur sem ekki hafa náð tilskildum lágmarksárangri úr grunnskóla, þurfa að taka undirstöðuáfanga í kjarnagrein/um við upphaf náms á brautinni. Það þýðir að þessir nemendur taka einn til þrjá áfanga umfram aðra nemendur í kjarna. Þetta hækkar einingafjölda námsins í kjarna um þrjár til níu einingar og dregur þar af leiðandi úr einingafjölda í vali. Heildarfjöldi eininga verður samt sem áður sá sami hjá öllum nemendum brautarinnar.

Meðalnámstími brautarinnar er skilgreindur út frá tveggja ára námstíma. Námslok eru á öðru hæfniþrepi og flokkast sem „framhaldsskólapróf“. Framhaldsskólapróf eru námslok af námsbraut sem lýkur með framhaldsskólaprófi. Námið er einstaklingsmiðað og fer allt fram á vefnum þ.e. dreifnám, með áherslu á hagnýtingu og tengingu við störf á vinnumarkaði eða annað nám. Mikil áhersla er lögð á að vinna með styrkleika og áhugasvið hvers nemanda. Lögð er áhersla á samstarf heimila og skóla. Æskilegt er að nýnemandi ásamt foreldri sæki fundi með skólastjórnendum til að fara yfir námsáfangaval. Þá er námsferill nemandans skoðaður, námið krufið og honum bent á þá kosti sem í boði eru. Frekari upplýsingar um skipulag og kennslufyrirkomulag námsins hjá Nýju Akademíunni er að finna í 3. kafla. Öll kennsla skólans fylgir þessu fast ákveðna kennslukerfi, sem kennurum skólans ber að fylgja í sínum áföngum.

Í Nýju Akademíunni er kennt eftir lotukerfi. Í lotunum fer námsmat fram samhliða kennslu þó svo að um lokapróf verði að ræða. Nemendur geta tekið einn áfanga í einu og lokið þannig námi sínu á þeim hraða sem þeim hentar. Skólinn mun bjóða nemendum upp á lokapróf í hverjum mánuði allan ársins hring. 


Last modified: Saturday, 15 October 2016, 5:09 PM