Námslok og réttindi

Hæfniviðmið og námslok

Nýja Akademían mun starfa samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og allir áfangar skólans bera sambærileg heiti og númer og áfangar annarra framhaldsskóla. Að auki eru námsáfangalýsingar svipaðar námsáfangalýsingum annarra framhaldsskóla. Áfangar á U-braut eru því sambærilegir áföngum annarra framhaldsskóla, sem bera svipuð heiti. Hæfniviðmið brautarinnar beinast m.a. að því að undirbúa nemendur undir áframhaldandi nám, þ.e.a.s að áfangar U-brautar gefa kost á að nýta brautina sem hluta af áframhaldandi námi, jafnvel námi til stúdentsprófs.

Nemendur fá viðurkenningu/staðfestingu um námið frá Nýju Akademíunni. Í viðurkenningu kemur meðal annars fram hæfniþrep námsloka þ.e.a.s. framhaldsskólapróf, sem er hæfni á öðru þrepi, yfirlit yfir þá áfanga sem nemandi hefur tekið og umsögn/einkunnir um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans.

Að loknu námi skal nemandi:

 • hafa hæfni til að auka möguleika sína til áframhaldandi náms við hæfi,

 • hafa öðlast hæfni í að nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni,

 • geta tjáð sig á viðeigandi hátt í ræðu og riti þ.e. að læsi hafi eflst í víðum skilningi,

 • hafa öðlast sjálfstraust, sé jákvæður og geri sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt hæfni sína á skapandi hátt, 

 • geta lesið, skilið og tjáð sig á viðeigandi hátt á íslensku og erlendum tungumálum,

 • vera hæfur undir þátttöku í atvinnulífinu og til að öðlast reynslu á vinnumarkaði,

 • sýna hæfni í að vera virkur þegn í lýðræðissamfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu innan þess,

 • hafa öðlast leikni í að nota ritvinnslu, töflureikni og glærugerð þannig að það nýtist nemenda í námi,

 • geta sýnt frumkvæði og komið hugmyndum sínum á framfæri með fjölbreyttum hætti,

 • geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði,

 • geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að koma upplýsingatækni sinni á framfæri sér eða öðrum til framdráttar,

 • geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að greina spurningar sem leiða til stærðfræðilegra viðfangsefna,  spyrja slíkra spurninga og átta sig á hvers konar svara megi vænta.

 

Réttindi

Þessi námsleið er skipulögð sem heilstæð námsbraut, sem gefur kost á að tengjast O-braut Nýju Akademíunnar þ.e.a.s. gefur kost á frekara námi. Henni er jafnframt ætlað að koma til móts við þarfir nemenda sem ekki hyggja á önnur námslok. Að loknu námi gefst einstaklingi kostur á störfum, sem ekki kalla á mikla sérhæfða þekkingu í atvinnulífinu. Einstaklingurinn á að geta unnið sjálfstætt undir stjórn yfirmanns, forgangsraðað störfum sínum, veitt ráðgjöf og leiðbeiningar í samráði við yfirmann, búið yfir ábyrgð gagnvart starfi og starfsumhverfi og geti jafnframt tengt þekkingu sína og leikni við starfsumhverfi og daglegt líf.Last modified: Saturday, 15 October 2016, 4:46 PM