Námsmat
Allar brautir skólans þ.á.m. U-braut, lúta sömu reglum varðandi mat á námi, námsframvindu, námslokum, einkunnagjöf, reglum um lokapróf, auk annarra reglna. Eftir að nemandi hefur lokið fyrstu þremur til fimm áföngum sínum, kemur hann til með að hafa meiri möguleika á að velja fög í samræmi við áhuga sinn, þó að úrvalið ráðist að nokkru leyti að því hversu vel honum gengur í námi. Á þessum tímapunkti ætti einnig að vera orðið ljóst hverjir ráða við kennsluhætti Nýju Akademíunnar. Vitað er að dreifnám gerir umtalsverðar kröfur til skipulags nemenda. Frekari upplýsingar um almenna framvindu náms á brautum skólans má finna undir flipanum mat á námi.
Á brautinni verður lögð áhersla á að bæta undirstöður nemenda í almennum bóklegum kjarnagreinum og að nemendur geti valið áfanga úr fjölbreyttu úrvali áfanga Nýju Akademíunnar, sem hafa það að markmiði að gefa nemandanum kost á frekara námi eða möguleikum á störfum í atvinnulífinu. Til að útskrifast af U-braut þurfa nemendur að ljúka minnst 90 fein.