Námsmat

Í hugtakinu námsmat felst lýsing á aðferðum við námsmat á áföngum brauta, einkunnagjöf eða vitnisburði og birtingu niðurstaðna. Nemandi er ábyrgur fyrir framvindu síns náms innan skipulagsramma skólans. Hann verður að ljúka hverjum áfanga með fullnægjandi hætti til að geta haldið áfram námi. Þetta á við um allan námsferil nemandans. Fjarvera vegna ákveðinna tilfella s.s. barneignaleyfis er undanskilin. Skólameistari veitir allar undanþágur.

Allar brautir skólans þ.á.m. U-braut, lúta sömu reglum varðandi mat á námi, námsframvindu, námslokum, einkunnagjöf, reglum um lokapróf, auk annarra reglna. Eftir að nemandi hefur lokið fyrstu þremur til fimm áföngum sínum, kemur hann til með að hafa meiri möguleika á að velja fög í samræmi við áhuga sinn, þó að úrvalið ráðist að nokkru leyti að því hversu vel honum gengur í námi. Á þessum tímapunkti ætti einnig að vera orðið ljóst hverjir ráða við kennsluhætti Nýju Akademíunnar. Vitað er að dreifnám gerir umtalsverðar kröfur til skipulags nemenda. Frekari upplýsingar um almenna framvindu náms á brautum skólans má finna undir flipanum mat á námi.

Á brautinni verður lögð áhersla á að bæta undirstöður nemenda í almennum bóklegum kjarnagreinum og að nemendur geti valið áfanga úr fjölbreyttu úrvali áfanga Nýju Akademíunnar, sem hafa það að markmiði að gefa nemandanum kost á frekara námi eða möguleikum á störfum í atvinnulífinu.  Til að útskrifast af U-braut þurfa nemendur að ljúka minnst 90 fein.


Last modified: Saturday, 15 October 2016, 4:59 PM