Opin stúdentsbraut
Lýsing og hæfniþrep
Nýja Akademían býður upp á nýlega viðurkennda námsleið, sem hlotið hefur nafnið „Opin stúdentsbraut“, framvegis skammstöfuð O-braut.
O-braut er 200
fein nám á framhaldsskólastigi. Á brautinni taka allir nemendur 100 fein í
kjarna. Megináherslan er á kjarnagreinar.
Nemendur velja síðan lágmark 100 fein úr öllu náms-framboði skólans.
Námið er skilgreint sem bóknám á þriðja hæfniþrepi, sem merkir að námið er skipulagt sem framhaldsnám með skilgreind námslok á framhaldsskólastigi á þriðja hæfniþrepi. Námið flokkast sem stúdentspróf og einkennist af sérhæfðum undirbúningi undir háskólanám. Eftir námslok á þriðja þrepi á nemandi að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf.
Hafa ber í huga við allt val, að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 fein að hámarki. Annars þreps einingar 100 fein að hámarki og einingar á þriðja þrepi þurfa að vera að lágmarki 45 fein ef nemendur velja ekki einingar á fjórða þrepi. Allt að 10% námsins má vera skilgreint á fjórða þrepi. Nemendur er hvattir til að hafa samráð við skólastjórnendur eða náms- og starfsráðgjafa þegar kemur að skipulagningu námsins.