Námið á brautinni "Opið stúdentspróf"

Námið á O-braut er skipulagt sem bóknám. Námið er samtals 200 fein. Það skiptist í kjarna 100 fein og frjálst val 100 fein. Kjarninn er skylda fyrir alla nemendur brautarinnar. Valgreinum er ætlað að mæta þörfum fyrir fjölbreyttara nám á áhugasviðum einstakra nemanda og víkka sjóndeildarhring þeirra. Valgreinar fela í sér sérhæfingu til frekara náms.

Almennt er brautin skilgreind út frá þriggja ára námstíma, en auðvelt er fyrir nemendur að stytta þann tíma ef nemendur stunda nám sitt allan ársins hring. Hafa ber í huga að nemendur ráða námsframvindu sinni, en gerð er krafa um að nemendur ljúki að lágmarki 30 fein á ári. Ef nemendur ætla að ljúka námi sínu á tveimur árum, þá þurfa þeir að ljúka 100 fein á ári eða um tveimur áföngum á mánuði. Námslok eru á  þriðja hæfniþrepi . Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum ásamt tölfræði og upplýsingatækni. Námið fer fram í dreifnámi og nemendur eru í sambandi við kennara og skóla í netheimum.

Í Nýju Akademíunni er kennt eftir lotukerfi. Í lotunum fer námsmat fram samhliða kennslu þó svo að um lokapróf sé að ræða. Nemendur geta tekið einn eða fleiri áfanga í einu og lokið þannig námi sínu á þeim hraða sem þeim hentar. Skólinn býður upp á lokapróf í hverjum mánuði allan ársins hring.

 

Námið felur í sér námslok af námsbraut sem m.a.:

  • býður nemendum upp á stúdentspróf og áframhaldandi nám,

  • býður upp á áfanga fyrir nemendur sem hafa áhuga á hugvísindum, raunvísindum, tölfræði og upplýsingatækni,

  • er hugsuð fyrir nemendur sem hætt hafa námi í framhaldsskóla og vilja byrja aftur,

  • er hugsað sem vænlegur kostur fyrir einstaklinga sem vilja stunda nám með vinnu eða hafa ekki tök á að mæta í skóla á almennum skólatíma.

Last modified: Wednesday, 3 February 2021, 8:25 PM