Áfangar og uppbygging O-brautar
Brautin er 200 fein og meðalnámstími
þrjú ár. Nemendur geta lengt eða stytt þennan tíma vegna þess að sérstaða Nýju
Akademíunnar gefur nemendum kost á að stunda nám sitt allan ársins hring. Kennt
er í lotum og eiga nemendur þess kost að taka lokapróf í áföngum, að jafnaði á
þriggja til fjögurra vikna fresti. Hér að neðan, má sjá uppbyggingu O-brautar.
Nemendum ber skylda að taka 100 fein í bæði kjarnagreinum og öðrum greinum.
Nemendur velja að lágmarki 100 fein úr valáföngum til að ljúka brautinni.
Skylduáfangar - brautarkjarni 100 fein
Íslenska (ÍSLE) 20 einingar:
- 2A05, 2B05, 3A05, 3B05
Stærðfræði (STÆR) 15 einingar:
- 2A05, 2B05, 3A05
Enska (ENSK) 20 einingar:
- 2A05, 2B05, 3A05, 3B05
Danska (DANS) 10 einingar:
- 2A05, 2B05
Upplýsingatækni (TÖLV) 5 einingar:
- 1A05
Umhverfisfræði (UMFR) 5 einingar:
- 2A05
Lífsleikni (LÍKN) 5 einingar:
- 1A05
Íþróttir/lýðheilsa (LÍKA) 5 einingar:
- 1A02, 1B02, 1C01
Spænska eða þýska eða franska (SPÆN, ÞÝSK, FRAN) 15 einingar:
- 1A05, 1B05, 1C05
SAMTALS100 fein
þ.e. 30 fein á 1. þrepi, 45 fein á öðru þrepi og 25 fein á þriðja þrepi.
Ath. Nemendur sem ekki standast inntökuskilyrði brautarinnar í stærðfræði, íslensku og ensku, þ.e. 6.0 í einkun frá grunnskóla, geta tekið hægferðaráfanga í þessum greinum.
Sérhæfing (valáfangar)
Nemendur mega velja sér hvað sem er af bóklegu námsáföngum skólans, til að fylla upp í tilskilinn einingarfjölda til að útskrifast þ.e. raða einingunum saman sjálfir. Mat á öðru námi kemur jafnframt til greina. Námið er kennt í lotum og skilyrðum um reglur varðandi undanfara í áfanga ber að fylgja. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er æskilegt að nemendur hafi samráð við skólastjórnendur eða náms- og starfsráðgjafa.
Í skyldu eru 30 fein á 1. þrepi, 45 fein á öðru þrepi og 25 fein á þriðja þrepi. 100 fein vantar til að ljúka stúdentsprófi.
Hafa ber í huga við allt val að einungis er heimilt að hafa u.þ.b. 33% að hámarki af einingum á fyrsta þrepi. Einingar á öðru þrepi skulu skilgreindar sem lágmark 33% og hámark 50%. Einingar á þriðja þrepi þurfa að vera á bilinu 17% til 33% námsins. Engin skilyrði eru að nemendur taki áfanga á fjórða þrepi.