Framvinda náms á O-braut og námsmat

Í almenna hluta aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 kemur fram, að námsbraut með námslok á þriðja hæfniþrepi skal miða við að lágmark 17% námsins sé almennt nám á fyrsta þrepi og aldrei meira en 33%. Þriðjungur til helmingur námsins er sérhæfing á öðru hæfniþrepi. Á þriðja þrepi skal námið vera skilgreint að lágmarki 17% og að hámarki 33%. Allt að 10% má vera skilgreint á fjórða þrepi. Af þessum sökum er mikilvægt að nemendur hafa samráð við skólastjórnendur þegar kemur að skipulagi námsins.

Nemandi er ábyrgur fyrir framvindu síns náms innan skipulagsramma skólans. Hann verður að ljúka hverju námsári með viðunandi hætti til að geta haldið áfram námi. Þetta á við um allan námsferil nemandans. Fjarvera vegna ákveðinna tilvika s.s. barneignaleyfis er undanskilin. Skólameistari veitir allar undanþágur.

Námsbraut skólans lýtur sömu reglum varðandi mat á námi, námsframvindu, námslokum, einkunnagjöf, reglum um lokapróf, auk annarra reglna.  Á brautinni er lögð áhersla á að bæta undirstöður nemenda í almennum bóklegum kjarnagreinum auk tölfræði og upplýsingatækni. Jafnframt geta nemendur valið áfanga úr fjölbreyttu úrvali áfanga Nýju Akademíunnar, sem hafa það að markmiði að gefa nemandanum kost á frekara námi eða möguleikum á störfum í atvinnulífinu. 

Í hugtakinu námsmat felst lýsing á aðferðum við námsmat á áföngum brauta, einkunnagjöf eða vitnisburði og birtingu niðurstaðna.

Námsmat er miðað við fjölbreytileika námsins s.s. skrifleg próf, verkefnavinnu og hlutapróf. Lögð er áhersla á að kennsluaðferðir séu fjölbreyttar s.s. samvinnunám, leitarnám, fyrirlestrar, umræður og umsagnir o.fl. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna nálgun.

Nýja Akademían þróar námsgögn á formi kennslumyndbanda og verkefnahefta o.fl., í samræmi við umfang námsins. Þetta er gert með því markmiði, að nemendur öðlist þekkingu og þrói með sér læsi varðandi hugmyndavinnu, vinnuáætlanir og uppsetningu og frágang verkefna í formi vinnu- og ferilbóka.

Last modified: Wednesday, 3 February 2021, 8:18 PM