Hæfniviðmið og námslok

Hæfniviðmið O-brautar beinast m.a. að því að undirbúa nemendur fyrir stúdentspróf. O-braut er nám á framhaldsskólastigi, sem flokkast sem stúdentspróf og gefur eins og fyrr segir, rétt til frekara náms. Námið einkennist af sérhæfðum undirbúningi undir háskólanám. Eftir námslok á þriðja þrepi, á nemandi að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf.

Nemendur fá viðurkenningu að loknu námi. Hér að neðan má sjá hæfniviðmið og lokamarkmið O-brautar.

Hæfniviðmið O-brautar verða m.a.:

 • að nemandi verði læs á upplýsingar á ýmsu formi s.s. tengsl og merkingu hugtaka í námsefninu og geti nýtt sér þær við að mynda sér skynsamlega gagnrýna afstöðu,

 • að nemandi nái að tileinka sér akademíska hugsun, sem felst m.a. í því að hann átti sig á hvers konar spurningar leiða til akademískra viðfangsefna, hvaða svara megi vænta og að nemandinn geti spurt slíkra spurninga,

 • að nemandi verði undirbúinn undir þátttöku í atvinnulífinu,

 • að nemandi öðlist almenna og sérhæfa þekkingu, leikni og hæfni, sem nýtist til framgangs í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám,

 • að nemandi verði undirbúinn fyrir nám í  hinum margvíslegu námsgreinum háskólans,

 • að nemandi öðlist þekkingu til að geta beitt vísindalegum vinnubrögðum við úrlausn verkefna,

 • að nemandi geti tjáð sig um sérhæfða þekkingu sína á íslensku og erlendu tungumáli,

 • að nemandi geti tekið þátt í umræðum á grundvelli sérhæfðrar þekkingar og leikni á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt,

 • að nemandi geti fylgt viðamikilli röksemdarfærslu í mæltu máli og texta á afmörkuðum fræðasviðum,
 • að nemandi öðlist hæfni til að meta eigið vinnuframlag og verði siðferðilega ábyrgur gagnvart starfsumhverfi sínu,
 • að nemandi verði fær um að tengja þekkingu sína og leikni við alþjóðlegt umhverfi,
 • að nemandi geti notað lausnir verkefna til að byggja á val sitt, samanburð, áætlanir og ákvarðanir.

 

Að loknu námi skal nemandi:

 • búa yfir almennri þekkingu og færni á sviði félags-, mennta-, hugvísinda- og raungreina.
 • vera undirbúinn undir frekara nám í tölfræði, aðferðafræði eða upplýsingatækni,
 • hafa þjálfun í að nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni,
 • geta tjáð sig á viðeigandi hátt í ræðu og riti,
 • geta lesið, skilið og tjáð sig á viðunandi hátt á íslensku og erlendum tungumálum,
 • vera virkur þegn í lýðræðissamfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu innan þess,
 • vera meðvitaður og virkur þátttakandi í lýðræði, mannréttindum og jafnrétti,
 • vera undirbúinn undir þátttöku í atvinnulífinu,
 • geta sýnt að hann búi yfir ábyrgð gagnvart því starfi sem hann tekur sér fyrir hendur og bera virðingu fyrir starfsumhverfi sínu,
 • eiga möguleika á að stunda bóklegt nám til stúdentsprófs,
 • hafi aukið möguleika sína til áframhaldandi náms við hæfi,
 • geta tekist á við frekara nám á æðra skólastigi,
 • hafa öðlast sjálfstraust, sé jákvæður og geri sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt hæfni sína á skapandi hátt, 
 • hafa öðlast leikni í að nota ritvinnslu, töflureikni og glærugerð þannig að það nýtist nemenda í námi eða starfi,
 • geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að koma þekkingu sinni á framfæri sér eða öðrum til framdráttar,
 • geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að greina spurningar sem leiða til akademískra viðfangsefna,  spyrja slíkra spurninga og átta sig á hvers konar svara megi vænta,
 • geta almennt tengt þekkingu sína og leikni við starfsumhverfi og daglegt líf,
 • geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir varðandi framtíð sína.

 

Nemendum er boðið upp á skilgreind námslok, sem gefur góðan undirbúning fyrir frekara nám og störf. Námið veiti formleg réttindi þ.e.a.s. stúdentspróf. Nemendur fá viðurkenningarskjal/skírteini frá Nýju Akademíunni um námslok sín. Í viðurkenningu koma m.a.  fram hæfniþrep námsloka, yfirlit yfir áfanga og einkunnir.

Last modified: Wednesday, 3 February 2021, 8:16 PM