Réttindi

Námið veitir formleg réttindi. Opin stúdentsbraut er námsbraut, sem undirbýr nemendur undir háskólanám hérlendis og erlendis eða störf í atvinnulífinu, sem ekki krefjast löggildra starfsréttinda. Stúdentsprófið  tryggir ekki sjálfkrafa aðgang að öllu námi á háskólastigi. Einstakir háskólar eða háskóladeildir geta sett ýmsar sérkröfur, sem nemendur þurfa einnig að uppfylla og í sumum tilvikum geta nemendur þurft að gangast undir inntökupróf. Við námslok á O-braut, öðlast nemendur viðurkenningu/skírteini uppá að hafa lokið áföngum á þriðja hæfniþrepi. Í viðurkenningu koma einnig fram upplýsingar um áfanga og einkunnir/umsögn um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans.

Hvort sem nemendur halda námi áfram eða ekki, þá má áætla að námið verði  góð undirstaða að áframhaldandi námi á hærra þrepi eða þátttöku í ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu.


Last modified: Monday, 17 October 2016, 5:04 PM