Tengsl námsins við atvinnulíf og önnur skólastig

Stúdentsbraut Nýju Akademíunnar þ.e. O-braut, er ætlað að koma til móts við þarfir nemenda, sem hyggja á önnur námslok s.s. nám á háskólastigi. O-braut er uppbyggð og hönnuð með það í huga, að vinna að því að samfélagið fái vel menntaða og heilbrigða einstaklinga til starfa. Óhætt er að fullyrða, að hæfni í kjarnagreinum og greinum á borð við upplýsingatækni og tölfræði séu lykilatriði velfarnaðar í lífi nútímamannsins.

Í ofangreindum áföngum er unnið að samfélagslegum markmiðum, þ.e. markmiðum sem stuðla að því að breyta samfélaginu til betri vegar og um leið að mennta sérhvern nemanda á þann hátt, að hann verði hæfur einstaklingur. Áfangar brautarinnar leggja áherslu á þá grunnþætti sem eiga að einkenna skólastarf. Læsi í víðum skilningi, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf.

Stefna Nýju Akademíunnar er að flétta menntun til sjálfbærni inn í alla áfanga brautarinnar og alla áfanga skólans, enda innifelur sú hugmyndafræði flesta, ef ekki alla hina grunnþættina. Einnig verður lögð áhersla á að veita nemendum tækifæri til að styrkja sjálfsmynd sína.

Tölvur og tölfræði spila stórt hlutverk í valáföngum brautarinnar. Stafrænt læsi og miðlalæsi er í fyrirrúmi í því netumhverfi sem skólinn býr við. Lykilhæfnin hér felur m.a. í sér, að nemandi verður læs á upplýsingar frá ólíkum miðlum og getur þar með nýtt sér þekkingu sína, sér og öðrum til framdráttar. Þannig getur nemandinn tengt þekkingu sína og leikni við daglegt líf, tækni og vísindi.

Nemandi sem staðist hefur kröfur skólans og brautarinnar að loknu námi, gefst kostur á frekara námi eða möguleikum á störfum í atvinnulífinu, sérstaklega við vinnslu tölfræðilegra úrlausnarefna. 

O-braut er jafnframt vænlegur kostur fyrir einstaklinga, sem vilja stunda nám með vinnu eða hafa ekki tök á að mæta í skóla á almennum skólatíma. Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum sem og öðrum greinum.

Last modified: Wednesday, 3 February 2021, 8:14 PM