Skólanámskrá Nýju Akademíunnar

Nýja Akademían starfar sem framhaldsskóli í netheimum og eru allar áfangalýsingar skólans í samræmi við námskrá Menntamálaráðuneytis. 

Skólinn starfar eftir lögum um framhaldsskóla og samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla sem m.a. hefur þá þýðingu að nemandi á rétt á því að fá það nám sem hann hefur lokið hjá Nýju Akademíunni, með fullnægjandi árangri, metið til eininga á sama hæfniþrepi í viðtökuskóla, enda falli námið að námskrá og námsbrautalýsingum viðkomandi skóla. Þessi regla er óháð kennslufyrirkomulagi.

Höfðuðstöðvar og prófamiðstöð Nýju Akademíunnar ehf. eru í Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ.

Á skrifstofu eru veittar allar almennar upplýsingar um starfsemi skólans, skólaskrifstofa gefur jafnframt út ýmis skjöl, s.s. staðfestingu á námslokum.

Skólanámskrá Nýju Akademíunnar

Hér fyrir neðan má sjá skólanámskrá Nýju Akademíunnar í heild sinni. 

194.8KB Word 2007 document

Click Skólanámskrá.docx link to view the file.